Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, júlí 28, 2006

Myndir

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá Gagga-reunion og frá Portúgal undir myndir og myndaalbúm.
Ætla að drífa mig út í góða veðrið, langar svolítið að kíkja upp á Súlur eða drífa Konna á sjóinn. Vona að veðrið haldist svona gott alla helgina þannig að maður njóti þess enn betur að vera í fríi.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Sumarfrí

Mikið er nú gott að vera komin í sumarfrí. Reyndar mætti alveg vera betra veður hér fyrir norðan. Ótrúlegt að hafa farið úr sólinni í RVK í kuldann á Akureyri því yfirleitt er það öfugt.
Við fórum í Hrísey síðustu helgi og það var bara fínt. Alveg er hann Geirmundur ekki að standa sig sem sveiflukóngur, skil ekkert í því að hafa ekki Papana til að halda uppi fjöri í eynni. Það var fátt um manninn en vel hægt að rugla í þeim sem voru á svæðinu. Lentum næstum því í slagsmálum við e-a dópista en þeir voru síðan handteknir og fluttir með ferjunni í land.
Annars er stefnan bara að taka því rólega í fríinu. Ætlum að kíkja á tónleika með SigurRós á föstudaginn og fara austur í bústaðinn e-n tímann í næstu viku og vera þar um versló.