Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, september 28, 2005

Ekki heimilislaus

Ég hef aldrei átt eins mörg heimili eins og þessa dagana en þau eru ekki nema 6 talsins. Eitt á Akureyri, eitt í Hveró og fjögur í Reykjavík. Þetta er mjög furðulegt og ég veit ekki alveg hvernig áhrif þetta mun hafa á mig í framtíðinni. Spurning hvort það er hægt að skaddast e-ð meira, hlaut nú frekar alvarlegt höfuðhögg á fimmtudaginn var. Í dag vakanaði ég t.d. á einu heimilinu, borðaði kvöldmat á öðru og sef svo á því þriðja.

þriðjudagur, september 27, 2005

Klukkuð

Jú jú mikið rétt þá er búið að klukka mína tvisvar svo best að henda e-u inn. Ætli þetta þýði að ég verði að hafa tíu atriði?
- Ég hata ketti
- Grænn er uppáhalds liturinn minn, allavega í fötum
- Ég bý í borginni
- Ég er iðjuþjálfi og vinn á Kleppi
- Mér finnst gaman að borða
- Ég er blakari
- Mér finnst gaman að elda góðan mat
- Ég á tvö stykki eðlur
- Ég á einn kærasta
- Það er gott að sofa
Þá held ég að þið hafið haft mikið gaman af þessu og ég hugsa að ég verði ekki klukkuð aftur :)

mánudagur, september 26, 2005

Skírn og afmæli

Við skelltum nöglum undir dekkin á föstudaginn og brunuðum norður eða reyndar var ekki mikið brunað þar sem snjór og leiðinlegt veður tafði okkur aðeins. Það var líka allt í lagi þar sem ferðin var hin skemmtilegasta. Á laugardaginn var Júlli skírður Sævar Eðvald og erum við allar að reyna að venja okkur að segja Sævar en ekki Júlli, gengur misvel þó. Eftir geggjaðar kræsingar í veislunni fórum við Grjóni og Kata á íshokkýleik með einn kaldann í annarri. Síðan var ferðinni haldið í Brekkugötuna til að undirbúa teitið með selló og fíneríi að hætti okkar Kötu. Gestirnir létu svo sjá sig hver á fætur öðrum og skapaðist skemmtilegur stemmari. Sjaldan sem maður var með tóma hendi, yfirleitt einn kaldur í henni og myndavélin gjarnan í hinni. Í teitinu opinberaði ég listamannsnafnið mitt, Karen Krían, og lógóið. Ég er samt jafnvel bara að hugsa um að nota Krían allavega á öll málverkin og ljóðin. Síðan röltum við niður í bæ þar sem enginn tímdi að splæsa í taxi og kíktum inn á Amor þar sem músik dauðans var allavega var ég ekki að fíla hana. Eftir lokun var haldið í smá eftirteiti en svo var labbað heim í snjókomu. Ég vaknaði svo eldsnemma á sunnudagsmorgninum og síðan var brunað suður um kaffileitið þar sem heilsa manna var misgóð....
Í dag var fyrsti dagurinn minn á Kleppi og ég hugsa að þetta verði nú bara nokkuð mikið stuð.