Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, maí 01, 2006

Tengdamamma

Þetta er fyrir þig:
- Þú ert mikill stuðbolti
- Þú gerir bestu brúnuðu kartöflur í heimi
- Þú gerir líka besta djúpsteikta fiskinn í heiminum
- Ég er alltaf velkomin til þín
- Þú ert besta tengdamamman mín, reyndar líka sú eina


Takk fyrir að hafa búið til Grjóna !!!

Dómari

Vá hvað það var gott að það var frí í morgun. Var að kafna út þreytu eftir að hafa verið að dæma á öldungamótinu um helgina. Var að dæma föstudag og allan laugardaginn. Eftir síðasta leik á laugardag kíktum við nokkur saman á hótelið og fengum okkur nokkra kalda. Eftir lokun rétt rúmlega 3 var svo brunað yfir á Hellissand í leit að meira fjöri. En þar sem við vorum úti á landi þá var búið að loka öllu fyrir kl.4. Okkur var hins vegar boðið í pottapartý en við guggnuðum á því. Mótið heppnaðist vel í alla staði og þetta var bara frekar mikilð gaman. Svo er búið að breyta reglunum, nú mega þeir sem eru orðnir 30 ára keppa bæði í deildinni og í öldungi. Þannig að það er stutt í að maður verði öldungur, ekki nema 4 ár ;) össs.....