Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, maí 13, 2004

Ljúfa líf ljúfa líf...

Þá eru blessuð prófin búin en ég get samt ekki farið að slappa af alveg strax. Ég er að fara að drífa mig í sveitina og kveðja liðið þar, láta laga hjólið mitt, senda bréf í borgina til að fá hærri laun, pakka niður, kveðja vinina, kveðja ættingjana eða svona það nánasta, þrífa hjá eðlunum, gefa blóð, djamma og fara suður. Þannig að það er enn nóg að gera. En gott að vera búin í prófum.
Besta að hætta þessu hangsi og fara bara að drífa í hlutunum.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Bara klink

Haldiði ekki að ég hafi bara verið að panta mér flug á klinki hjá suddafélaginu. Talandi um Hagkaup þá er þetta flug á verði kennt við Hagkaup. Lágmark að þeir geti nú aðeins komið á móts við mann svona einu sinni, vona bara að þeir nái að fá nægt starfsfólk svo vélin geti svifið um háloftin.
Ég á flug á laugardagsmorgunn kl. 9.40, flott að mæta beint í flug af prófloka djamminu :)

mánudagur, maí 10, 2004

Hagkaup

Fór í Hagkaup um daginn og þið vitið hvering röddin í upplýsingunum hljómar í hátalarakerfinu eða kallkerfinu. Jóníínaa Sveinbjöörg, Jóníínaa Sveinbjöörg þú ert vinsaamlegaaast beðin um að svara í símaa á línu þrjúú. Eða þá að það heyrist Guðrúún Hauksdóóttir, Guðrúún Hauksdóóttir, þú ert vinsaamlegaaast beðin um að koomaa að upplýsínguum. Þær tala allar eins og ég held að röddin hafi ekkert breyst í 20 ár. Allavegana man ég eftir þessari rödd í gamla daga þegar ég var lítil og ofvirk. Málið með þessa rödd er nefnilega það að þær fá kennslu í að tala svona. Ég sé þetta alveg í anda... eftir langan og stembin vinnudag eyða þær tveimur tímum í að æfa sig við hljóðneman.
Alltaf verið að breyta hjá blogger.com