Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, maí 07, 2004

Úff

Þá eru þrjú prófin búin og vonandi bara tvö eftir. Var í einu lengsta prófi ever í dag og ég held að ég geti bara fullyrt það að ég hef aldrei áður lent í því að ná ekki að klára próf.

Ef einhver á miða á Pixies sem hann vill losna við (gæti alltaf verið e-r) þá má eða Á hinn sami að hafa samband við bakkabakkann, bakkabakki@hotmail.com Ég er sko meira en til í að fara á þá tónleika.

Til hamingju með afmælið Hanne!

miðvikudagur, maí 05, 2004

Teljari

Mín bara komin með teljara....
Búin með tvö próf og vonandi bara 3 eftir.
Ég fer suður 15. maí sem er laugardagur og Eurovision keppnin um kvöldið. Ég vona að e-r fyrir sunnan vilji bjóða mér í eurovisionpartý. Ég ætlaði að reyna að treysta á Lóu en hún er verður fyrir norðan....

mánudagur, maí 03, 2004

Kaldur

Þá er fyrsta prófið búið og fjögur eftir. Djö... verður gott þegar þetta verður búið, þá verður loksins hægt að slappa af og fá sér nokkra kalda. Maður er kominn með vöðvabólgu upp fyrir kinnar (ekki rasskinnar) af lestri. Fínt að hafa svona skítaveður eins er búið að vera síðustu daga þá langar manni ekkert að vera úti að spóka sig. heldur heldur maður sig innan dyra við lestur eða e-ð annað skemmtilegra.