Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, október 08, 2004

Hommar í afneitun og dansandi dómarar

Fór á körfuboltaleik í gær Hamar/Selfoss á móti KR. Mér finnst þetta asnaleg íþrótt og ég held að ég myndi aldrei hafa þolinmæði í hana. Þú mátt ekkert koma við andstæðinginn þá færðu dæmda á þig villu og um leið og það gerist byrja dómararnir að dansa og gefa e-r merki með höndunum í átt að riturunum. Það sem mér fannst skemmtilegast við þennan leik var að horfa á dansandi dómarana. Ætli þeir þurfi að fara á bæði dómara- og dansnámskeið til að fá réttindi til að dæma körfubolta?

Kata litla á svo afmæli í dag og ég vil bara óska henni til hamingju með daginn og vona að hún njóti hans í sólinni og blíðunni í Ástralíu!

miðvikudagur, október 06, 2004

Allt að gerast þá

Þá er lokamat á morgun í vettvangsnáminu. Leiðin liggur svo til Akureyrar á föstudaginn. Þá mun tíma mínum í borginni vera lokið í bili enda er frægðin farin að hafa svolítil áhrif á líf mitt hér í borginni.
Svo fer að líða að Íslandsmótinu í blaki og við erum að fá rússneskan þjálfara og konan hans sem er 2m á hæð mun spila með okkur. Ekki veitir af að fá einn risa í liðið allt saman e-r stubbar sem eru með manni í liði.
Svenni frændi og Þóra kærasta hans eignuðust strák 3. okt og svo fékk dóttir Adda frænda og Hrannar nafnið Eyrún þann 3.okt, bara allt að gerast þá.

sunnudagur, október 03, 2004

Sykurhúðað popp

Þá er ein snilldarhelgin að baki.
Fór í partý til Elsu á fös og mætti með sykurhúðað popp sem ég ætlaði sko að losa mig við því það er hreinn viðbjóður. Þar sem það gekk ekki eins vel og ég vonaði fór ég með það niður í bæ sannfærð um að geta losað mig við það e-s staðar. Leiðin lá á Pravda sem er að mínu mati staður fyrir fólk á þörfinni. Liðið var æst í poppið, sem var í brúnum litlum pappakassa, og ég fékk að vita að ástæðan fyrir því var sú að liðið hélt að þetta væri dóp. Ég var hin ánægðasta með að vera laus við poppið og gat farið að djamma. Elsu var víst farið að líða eins og hún væri dópisti og að ég væri díler, en skítt með það þetta virkaði. Þegar ég var laus við poppið lá leið okkar á Celtic sem er staður sem klikkar ekki. Grjóni hélt áfram að vera stjarna kvöldsins og tók Sólstrandargæjana og fleiri fjörug lög með bandinu. Þvílík snilld sem það var og mannskapurinn alveg trylltist.
Á lau fórum við á bikarleikinn sem þarf víst ekkert að tala meira um. Kíktum í Perluna á markaðinn sem er bara dýr og svo var kvöldinu eytt fyrir framan TV.
Í dag var vöfflu-og kveðjukaffi hjá Guðbjörgu því stelpan er að fara út á þriðjudaginn. Elsa og Raggi kíktu svo í heimsókn og við ákváðum að stofa stuðbandið Abba-babb. Það eina sem okkur vantar eru búningar og æfingarhúsnæði og þá getum við farið að byrja. Gefum sennilega ekki út plötu fyrir þessi jól en hver veit hvað verður næstu jól.