Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, október 03, 2004

Sykurhúðað popp

Þá er ein snilldarhelgin að baki.
Fór í partý til Elsu á fös og mætti með sykurhúðað popp sem ég ætlaði sko að losa mig við því það er hreinn viðbjóður. Þar sem það gekk ekki eins vel og ég vonaði fór ég með það niður í bæ sannfærð um að geta losað mig við það e-s staðar. Leiðin lá á Pravda sem er að mínu mati staður fyrir fólk á þörfinni. Liðið var æst í poppið, sem var í brúnum litlum pappakassa, og ég fékk að vita að ástæðan fyrir því var sú að liðið hélt að þetta væri dóp. Ég var hin ánægðasta með að vera laus við poppið og gat farið að djamma. Elsu var víst farið að líða eins og hún væri dópisti og að ég væri díler, en skítt með það þetta virkaði. Þegar ég var laus við poppið lá leið okkar á Celtic sem er staður sem klikkar ekki. Grjóni hélt áfram að vera stjarna kvöldsins og tók Sólstrandargæjana og fleiri fjörug lög með bandinu. Þvílík snilld sem það var og mannskapurinn alveg trylltist.
Á lau fórum við á bikarleikinn sem þarf víst ekkert að tala meira um. Kíktum í Perluna á markaðinn sem er bara dýr og svo var kvöldinu eytt fyrir framan TV.
Í dag var vöfflu-og kveðjukaffi hjá Guðbjörgu því stelpan er að fara út á þriðjudaginn. Elsa og Raggi kíktu svo í heimsókn og við ákváðum að stofa stuðbandið Abba-babb. Það eina sem okkur vantar eru búningar og æfingarhúsnæði og þá getum við farið að byrja. Gefum sennilega ekki út plötu fyrir þessi jól en hver veit hvað verður næstu jól.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home