Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, október 08, 2004

Hommar í afneitun og dansandi dómarar

Fór á körfuboltaleik í gær Hamar/Selfoss á móti KR. Mér finnst þetta asnaleg íþrótt og ég held að ég myndi aldrei hafa þolinmæði í hana. Þú mátt ekkert koma við andstæðinginn þá færðu dæmda á þig villu og um leið og það gerist byrja dómararnir að dansa og gefa e-r merki með höndunum í átt að riturunum. Það sem mér fannst skemmtilegast við þennan leik var að horfa á dansandi dómarana. Ætli þeir þurfi að fara á bæði dómara- og dansnámskeið til að fá réttindi til að dæma körfubolta?

Kata litla á svo afmæli í dag og ég vil bara óska henni til hamingju með daginn og vona að hún njóti hans í sólinni og blíðunni í Ástralíu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home