Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, október 06, 2004

Allt að gerast þá

Þá er lokamat á morgun í vettvangsnáminu. Leiðin liggur svo til Akureyrar á föstudaginn. Þá mun tíma mínum í borginni vera lokið í bili enda er frægðin farin að hafa svolítil áhrif á líf mitt hér í borginni.
Svo fer að líða að Íslandsmótinu í blaki og við erum að fá rússneskan þjálfara og konan hans sem er 2m á hæð mun spila með okkur. Ekki veitir af að fá einn risa í liðið allt saman e-r stubbar sem eru með manni í liði.
Svenni frændi og Þóra kærasta hans eignuðust strák 3. okt og svo fékk dóttir Adda frænda og Hrannar nafnið Eyrún þann 3.okt, bara allt að gerast þá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home