Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, ágúst 28, 2004

Athyglisbrestur

Þá er fyrsta vikan í verknáminu búin að BUGLinu og ég komst að því að kallinn minn er með athyglisbrest. Hann allavega hefur flest, ef ekki öll, einkenni þess. Ótrúlegt hvað maður lærir mikið á því að vera í verknámi þó það sé ekki nema bara að greina maka sinn, vini og fjölskyldu. Annars er þetta allt saman mjög spennandi á BUGLinu og margt sem ég kem til með að kynnast og prófa.

Bara vika í Íslandsmótið í strandblakinu og ég er að reyna að koma mér í e-ð form. Það er alltaf erfitt eftir að hafa tekið fína pásu frá öllu púli en vonum bara hið besta. Vona bara að það verði stemning fyrir þessu móti hjá fleirum en okkur Birnu. Stelpan skráði okkur í vikunni svo það verður ekki aftur snúið. Við eigum eftir að finna okkur e-ð outfit svo hugmyndir eru velþegnar.

Best að fara að púla.... sko pool..... ekki mikil hreyfing í því......

mánudagur, ágúst 23, 2004

Menningarnótt

Þvílíkur mannfjöldi í miðborginni á menningarnótt. Kíktum fyrst á e-a litla pjakka sem voru að spila þungarokk á laugarveginum, síðhærðir litlir djöflar og bara kúl. Síðan ætluðum við að reyna að finna okkur e-n stað til að eta á en alls staðar var troðið. Enduðum að borða úti við Solon og Botnleðja sá um dinnermúsikina. Kíktum svo á Kvarasí (hvernig sem það er skrifað), Jagúar og böndin sem voru að spila á höfninni. Við Kata fáum sennilega fljótlega plötusamning vegna textanna sem við náðum að búa til við löginn hans Bubba. Svo var bara flugeldasýningin, við náðum sko að halda uppi stemmara á meðan hún stóð yfir. Kíktum svo á Kaffi vín þar sem stuðið var og biðraðir á WC-ið.

Rísandi stjarna

Það flæða næstum því til manns atvinnutilboðin. Var beðin um að leika í Vodafon auglýsingu um daginn sem ég gerði og á meira að segja að fá borgað fyrir það, bíókort og frítt að leigja DVD eða spólur og svo var líka frír bjór á svæðinu sem ég nýtti mér samt ekki mikið. Mér var hent í viðbjóðis föt en fékk fína hárgreiðslu. Ég hugsa að ferill minn í leiklistinni sé á enda eftir þátttökuna í þessari auglýsingu því þetta var alveg drepleiðinlegt.

Fór út að borða um daginn á ógeðslegasta stað ever, Pizza 67. Bara suddastaður. Ég held að allt starfsfólkið hafi verið búið að fá sér aðeins í tánna. Allavega fékk ég ekki ananas á mína pizzu og sem átti að vera, Fjóla fékk pepperóní á sína pizzu sem átti ekki að vera og Svanhildur, fyrrum sambýliskona Fjólu, fékk sveppi og jalapenó sem átti ekki að vera. Allavega gat starfsfólkið fokkað öllu upp. Mér var boðið að fá ananasinn í skál og stelpunum var boðið að fá afslátt. Við neituðum að borga og eftir miklar deilur bæði við kassagaurinn og bakarann fengum við pizzurnar fríar. Fer aldrei aftur á þennan sudda stað.