Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, ágúst 28, 2004

Athyglisbrestur

Þá er fyrsta vikan í verknáminu búin að BUGLinu og ég komst að því að kallinn minn er með athyglisbrest. Hann allavega hefur flest, ef ekki öll, einkenni þess. Ótrúlegt hvað maður lærir mikið á því að vera í verknámi þó það sé ekki nema bara að greina maka sinn, vini og fjölskyldu. Annars er þetta allt saman mjög spennandi á BUGLinu og margt sem ég kem til með að kynnast og prófa.

Bara vika í Íslandsmótið í strandblakinu og ég er að reyna að koma mér í e-ð form. Það er alltaf erfitt eftir að hafa tekið fína pásu frá öllu púli en vonum bara hið besta. Vona bara að það verði stemning fyrir þessu móti hjá fleirum en okkur Birnu. Stelpan skráði okkur í vikunni svo það verður ekki aftur snúið. Við eigum eftir að finna okkur e-ð outfit svo hugmyndir eru velþegnar.

Best að fara að púla.... sko pool..... ekki mikil hreyfing í því......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home