Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, ágúst 23, 2004

Menningarnótt

Þvílíkur mannfjöldi í miðborginni á menningarnótt. Kíktum fyrst á e-a litla pjakka sem voru að spila þungarokk á laugarveginum, síðhærðir litlir djöflar og bara kúl. Síðan ætluðum við að reyna að finna okkur e-n stað til að eta á en alls staðar var troðið. Enduðum að borða úti við Solon og Botnleðja sá um dinnermúsikina. Kíktum svo á Kvarasí (hvernig sem það er skrifað), Jagúar og böndin sem voru að spila á höfninni. Við Kata fáum sennilega fljótlega plötusamning vegna textanna sem við náðum að búa til við löginn hans Bubba. Svo var bara flugeldasýningin, við náðum sko að halda uppi stemmara á meðan hún stóð yfir. Kíktum svo á Kaffi vín þar sem stuðið var og biðraðir á WC-ið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home