Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, ágúst 23, 2004

Rísandi stjarna

Það flæða næstum því til manns atvinnutilboðin. Var beðin um að leika í Vodafon auglýsingu um daginn sem ég gerði og á meira að segja að fá borgað fyrir það, bíókort og frítt að leigja DVD eða spólur og svo var líka frír bjór á svæðinu sem ég nýtti mér samt ekki mikið. Mér var hent í viðbjóðis föt en fékk fína hárgreiðslu. Ég hugsa að ferill minn í leiklistinni sé á enda eftir þátttökuna í þessari auglýsingu því þetta var alveg drepleiðinlegt.

Fór út að borða um daginn á ógeðslegasta stað ever, Pizza 67. Bara suddastaður. Ég held að allt starfsfólkið hafi verið búið að fá sér aðeins í tánna. Allavega fékk ég ekki ananas á mína pizzu og sem átti að vera, Fjóla fékk pepperóní á sína pizzu sem átti ekki að vera og Svanhildur, fyrrum sambýliskona Fjólu, fékk sveppi og jalapenó sem átti ekki að vera. Allavega gat starfsfólkið fokkað öllu upp. Mér var boðið að fá ananasinn í skál og stelpunum var boðið að fá afslátt. Við neituðum að borga og eftir miklar deilur bæði við kassagaurinn og bakarann fengum við pizzurnar fríar. Fer aldrei aftur á þennan sudda stað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home