Fríið búið og vinnan tekin við
Þá er ég komin í borgina og alvaran tekin við. Ég er byrjuð að vinna og er eiginlega að vinna á þremur stöðum. Ég er að vinna að nýsköpunarsjóðsverkefninu, svo er ég að vinna á fjölskylduheimili og á unglingaheimili. Það verður því mikið flakk á manni fram og til baka á milli vinnustaða og heimila í sumar.
Ég hafði það alveg æðislega gott á Akureyrinni og það má eiginlega segja að ég sé búin að taka út allt sumarfríið. Fyrst var það vika, svo 2 vikur úti og vika frí þegar ég kom heim. Bara ljúft að vera svona í fríi. Það var ýmislegt brallað í síðustu vikunni í fríinu. Ég, Grjóni og Hákon frændi kíktum í sveitina á sjóstöng og aldeilis sem gellan veiddi. Kíktum líka aðeins á skytterí þar sem ég fékk fallegan marblett á öxlina eða eiginlega hendina eftir að hafa skotið úr byssunni. Ég kíkti á eina beach volley æfingu og fékk þvílíka strengi sem ég reyndi svo að hrissta úr mér með því að fara út á lífið. Það var nefnilega 5 ára stúdentsafmæli MA. Maður þekkir allt liðið þar sem ég var þarna í 2 ár og endalaust gaman að hitta þessa krakka aftur. Ótrúlegt að það séu liðin 5 ára síðan maður kláraði framhaldsskóla og að það séu 5 ár síðan maður hitti flesta. Djammið byrjaði á Amor á miðvikudeginum og svo var Höllinn á fimmtudeginum og svo hafði ég ekki úthald í meira en kíkti þó í bæðinn um miðnætti á föstudeginum.
Fyrstu helgina í júlí er svo djamm í Húsafelli og ég hvet alla til að mæta það var nefnilega helv... gaman í fyrra!!!
Ég hafði það alveg æðislega gott á Akureyrinni og það má eiginlega segja að ég sé búin að taka út allt sumarfríið. Fyrst var það vika, svo 2 vikur úti og vika frí þegar ég kom heim. Bara ljúft að vera svona í fríi. Það var ýmislegt brallað í síðustu vikunni í fríinu. Ég, Grjóni og Hákon frændi kíktum í sveitina á sjóstöng og aldeilis sem gellan veiddi. Kíktum líka aðeins á skytterí þar sem ég fékk fallegan marblett á öxlina eða eiginlega hendina eftir að hafa skotið úr byssunni. Ég kíkti á eina beach volley æfingu og fékk þvílíka strengi sem ég reyndi svo að hrissta úr mér með því að fara út á lífið. Það var nefnilega 5 ára stúdentsafmæli MA. Maður þekkir allt liðið þar sem ég var þarna í 2 ár og endalaust gaman að hitta þessa krakka aftur. Ótrúlegt að það séu liðin 5 ára síðan maður kláraði framhaldsskóla og að það séu 5 ár síðan maður hitti flesta. Djammið byrjaði á Amor á miðvikudeginum og svo var Höllinn á fimmtudeginum og svo hafði ég ekki úthald í meira en kíkti þó í bæðinn um miðnætti á föstudeginum.
Fyrstu helgina í júlí er svo djamm í Húsafelli og ég hvet alla til að mæta það var nefnilega helv... gaman í fyrra!!!
3 Comments:
At 21 júní, 2005 10:46,
Nafnlaus said…
Auðvitað mætir maður í Húsafell:o)..fjölmennum..
:o)
At 22 júní, 2005 09:05,
Nafnlaus said…
Alltaf gaman í útileigu með ykkur fíbblunum :-)
Reyni að mæta,
Kata
At 24 júní, 2005 14:45,
Nafnlaus said…
ekki reyna...framkvæma;o)
Skrifa ummæli
<< Home