Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, júní 20, 2005

Fríið búið og vinnan tekin við

Þá er ég komin í borgina og alvaran tekin við. Ég er byrjuð að vinna og er eiginlega að vinna á þremur stöðum. Ég er að vinna að nýsköpunarsjóðsverkefninu, svo er ég að vinna á fjölskylduheimili og á unglingaheimili. Það verður því mikið flakk á manni fram og til baka á milli vinnustaða og heimila í sumar.

Ég hafði það alveg æðislega gott á Akureyrinni og það má eiginlega segja að ég sé búin að taka út allt sumarfríið. Fyrst var það vika, svo 2 vikur úti og vika frí þegar ég kom heim. Bara ljúft að vera svona í fríi. Það var ýmislegt brallað í síðustu vikunni í fríinu. Ég, Grjóni og Hákon frændi kíktum í sveitina á sjóstöng og aldeilis sem gellan veiddi. Kíktum líka aðeins á skytterí þar sem ég fékk fallegan marblett á öxlina eða eiginlega hendina eftir að hafa skotið úr byssunni. Ég kíkti á eina beach volley æfingu og fékk þvílíka strengi sem ég reyndi svo að hrissta úr mér með því að fara út á lífið. Það var nefnilega 5 ára stúdentsafmæli MA. Maður þekkir allt liðið þar sem ég var þarna í 2 ár og endalaust gaman að hitta þessa krakka aftur. Ótrúlegt að það séu liðin 5 ára síðan maður kláraði framhaldsskóla og að það séu 5 ár síðan maður hitti flesta. Djammið byrjaði á Amor á miðvikudeginum og svo var Höllinn á fimmtudeginum og svo hafði ég ekki úthald í meira en kíkti þó í bæðinn um miðnætti á föstudeginum.

Fyrstu helgina í júlí er svo djamm í Húsafelli og ég hvet alla til að mæta það var nefnilega helv... gaman í fyrra!!!

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home