Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Jólasveinn

Gaf mér góðan tíma í morgun til að lesa Fréttablaðið síðan í gær og rak augun í skemmtilega frétt frá USA. Það var strákur um tvítugt sem var að reyna að brjótast í hús en þar sem allir gluggar og hurðir voru vel læstir ákvað hann að skella sér niður um strompinn með þeim afleiðingum að hann festist á miðri leið. Hann byrjaði að hrópa og kalla þar til nágranninn heyrði í honum og kallaði út lið á staðinn til að bjarga honum. Það tókst með því að brjóta niður helminginn af strompnum sem tók tvo tíma. Síðan fékk hann að sofa í klefanum í eina nótt. Ætli menn þurfi að fara að loka líka strompunum sínum ef þeir fara að heiman?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home