Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Geðveik gella

Susss.... stelpan var bara töffari í dag. Skellti sér í hjóltúr á alvöru mótorhjól. Þetta var ekkert smá gaman, sat aftan á hjá Ester og við brunuðum um götur bæjarins. Alltaf tími til að leika sér og gera e-ð skemmtilegt meðan maður er að gera lokaverkefni. Alveg spurning hvort ég fái ekki að sitja aftan á hjá henni suður um helgina.
Á morgun ætlum við að skila til síðasta yfirlesturs og ætlum svo að skella okkur í höfðuðborgina. Á máunudaginn er ég svo að fara á Klepp í starfsviðtal áttu þið von á e-u öðru kannski ? ; ) Á þriðjudaginn kemur svo í ljós hvort við fáum styrk frá Nýsköpunarsjóði. Þannig að í næstu viku er bara allt að gerast.
Svo eru ekki nema 26 dagar í MEXICO!!!!!
Bachelor er svo í kvöld en dem ég get ekki horft á hann þar sem ég verð að læra. Gott að það var e-r sem fann upp video.

4 Comments:

  • At 28 apríl, 2005 22:40, Anonymous Nafnlaus said…

    Bara toffari a motorhjoli... mig langar ekket litid i eina svoleidis graeju :-)
    Gangi ter vel i vidtalinu, vona ad tau fatti ekki hvad tu ert gedveik...

    Katan sem er alveg ad koma heim :-(

     
  • At 29 apríl, 2005 00:19, Anonymous Nafnlaus said…

    Þakka þér fyrir það.
    Já það væri nú verra ef þau kæmust að því þá myndi ég sennilega aldrei sleppa út.

     
  • At 01 maí, 2005 14:14, Anonymous Nafnlaus said…

    Já, gangi þér vel í viðtalinu og við að skrifa lokaverkefnið. Þú átt örrugglega eftir að taka þetta með vinstri og verða svo rík í framtíðinni að þú getir keypt þér þitt eigið mótorhjól og við sláumst um að fá að sitja aftan á hjá þér!

     
  • At 03 maí, 2005 02:22, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég verð pottþétt milli þar sem laun iðjuþjálfa eru svona stórkostlega há! Það tekur mig nokkra mánuði að vinna mér inn fyrir mótorhjóli ekki það að þau séu dýr heldur eru launin léleg.

     

Skrifa ummæli

<< Home