Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Sokkar í sundi

Ég fór í sund áðan og þegar ég var að skola af mér klórinn í sturtunni var þar eldri kona sem var að fara í sund. Ég sá að það var sokkur á gólfinu undir sturtunni hennar og ég bjóst e-n veginn við að hún hefði óvart tekið hann með sér en svo sá ég að hún var með annan á henginu svo ég vissi ekki alveg hvað ég átti að halda. Svo sá ég að það kom önnur eldri kona með sokka með sér í sturtuna og þá runnu á mig tvær grímur (segir maður það ekki?). Ég vissi ekki alveg hvað var um að vera og veit það eiginlega ekki enn. Ég var búin að skola af mér allan klórinn og mér fannst ég ekki geta beðið lengur til að sjá hver tilgangur sokkanna var. Ég hef oft séð fólk fara í inniskó í sund en aldrei í sokkum, hver ætli tilgangur sokkanna sé??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home