Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Verahvergi

Er búin að vera hér í hverginu síðustu daga og bara hafa það rosalega gott. Við fórum í brúðkaup og skírn á laugardeginum þar sem daman fékk nafnið Jóna Ríkey í höfðin á ömmum sínum.
Á páskadag var deginum eytt í leti, páskaeggjaát og reyndar smá göngútúr um náttúruperlur verahvergis. Um kvöldið fórum við Grjóni með tengdó í bíó í luxus sal á Passion of Christ. Blóðug mynd það og ekki verra að sitja í lazy-boy með popp í annarri og kók í hinni.
Annar í páskum var líka letin ein og meira át. Fórum í sund en ekki til að synda, hver gerir það? Fórum svo í borgina að hitta Eygló+Binna og Lóu+Jóhann. Ég skoraði á liðið í keilu og rúlllaði þeim auðvita upp. Fóruim svo á kaffihús og fengum okkur öl.
Erum svo að fara að leggja í hann norður.

Fer e-r í sund til að synda og fær sér e-r svart kaffi á kaffihúsi?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home