Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, apríl 17, 2004

Biblían

Þar sem sjónvarpsdagskrá gærkvöldsins var með leiðinlegra móti ákvað ég að lesa aðeins í skáldsögu sem er búin að lifa í mörg þúsund ár. Ég verða að segja að ég sá ekki ljósið. Mér finnst guð ekki hafa verið neitt voðalega skynsamur þar sem hann skapaði manninn bæði góðan og illan. Svo hélt hann að hann gæti losnað við allt þetta illa í manninum með því að drekkja honum í flóðinu og lét Nóa og fjölskyldu fara um borð í örkina ásamt slatta af dýrum. Viðurstyggð þar sem fjölskyldan átti að sjá um að fjölga mannkyninu, hvað er það annað en sifjaspell? Svo var reyndar dálítið annað sem mér fannst furðulegt en það var það að höggormurinn í Eden gat talað við Evu. Hafa dýr alltaf geta talað? Ég hélt að það væri bara hjátrú allavega hér á Íslandi að beljurnar geta talað einu sinni á ári en bara þegar maðurinn heyrir ekki til. Minnir að þetta sé á jónsmessu.

Dagurinn í dag fer í lærdóm og morgundagurinn líka. Ég ætla reyndar aðeins að brjóta morgundaginn upp þar sem KA-dagurinn verður haldinn hátíðlegur með kökum, happdrætti og íþóttamanni 2003. Alltaf gaman að mæta þangað sem maður getur fengið e-ð frítt að borða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home