Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, febrúar 23, 2004

Bolla bolla

Dagurinn byrjaði mjög erfiðlega þar sem það var mjög erfitt að vakna. Mætti aðeins of seint í skólann til að safna kröftum fyrir bollubakstur og dans. Skóladagurinn fór s.s. í það að baka bollur, bolluát, slökun og dans. Ansi líflegur tími eins og þeir eru alltaf hjá henni Ebbu. Þannig að núna er maður útþanin af bollum og á leiðinni heim til að þenja sig enn meira á bollum. Ekki nema tæpar 2 vikur í árshátíð og 2 vikur til að gera sig smá fit. Ef það er ekki nægur tími þá verður bara að hafa það. Var að máta kjóla í gær því ég veit ekkert í hverju ég á að vera. Ef e-r telur sig eiga kjól við mitt hæfi og minn vöxt má hún (sennilega eru ekki margir karlar sem eiga kjól) endilega láta mig vita.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home