Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, febrúar 27, 2004

Pokar

Þá er maður staddur í borg óttans og hef sjaldan verið eins óttalaus. Er búin að rúnta á milli staða og sækja um vinnu, vona bara að ég fái e-ð að gera.
Hér í borginni gengur fólk með bónuspoka með eggjum og fleiru ætilegu í meðan fólkið í sveitunum gengur með heypoka sem er síður ætilegt, allavega fyrir okkur mannfólkið. Ekki nema vona að það kom upp umræða um landsbyggðarflóttan og ég tala nú ekki um þegar fólk flutti á mölina hér í den.
Best að drífa sig í veraHvergi og næla sér í bónusheypoka......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home