Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Axlapúðar

Þá er komið á hreint í hverju ég verð á árshátíðinni, keypti mér líka þennan fína kjól í gær. Thelma fann líka á sig kjól og það var líka svona glæsilegur jakki sem fylgdi með og ekki má gleyma axlapúðunum. Ég mana hana til að mæta í jakkanum líka, þetta var svona stuttur jakki sem er of asnalegur til þess að þykja flottur. Þið vitið að asnalegir hlutir geta verið flottir bara fyrir það hversu asnalegir þeir eru, en þessi jakki nær því aldrei. Sorry Thelma en ég veit að þú ert sammála mér.
Í gær var svo öskudagur sem fór sennilega ekki framhjá neinum. Við stelpurnar í bekknum mættum í búningum, misgóðum reyndar, og sungum í mötuneytinu og fengum nammipoka fyrir, alltaf gaman á öskudeginum.
Ég er að fara suður á morgunn og ætla að vera yfir helgina, hefði reyndar viljað vera alla næstu viku en þar sem þróttaraplebbarnir "gátu ekki" keppt síðustu helgi get ég ekki verið nema yfir helgina því við verðum að æfa grimmt næstu viku til að taka þær í ......... á fimmtudaginn og föstudaginn eftir viku. Ég er alveg farin að sjá það að þessar íþróttir eru ekkert nema böl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home