Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, janúar 30, 2004

Frosin lík

Mín skoðun er sú að fólk er ekkert smá klikkað. Ég var að horfa á heimildarþátt í gær á RUV sem var um fólk sem lætur frysta sig þegar þeir deyr í von um að geta lifnað við aftur efir lækningu mörgum árum síðar. Þessi frosnu lík vonast til þess að þróun lækninga verði svo mikil að læknarnir geti afþýtt þau og læknað það sem var að þeim. Hvað finnst ykkur um þetta?? Mín skoðun er allavega sú að mér finnst þetta alveg fáránlegt, það verða allir ættingjar þessara frosnu líka dauðir og allir búnir að gleyma að það eigi e-n forföður sem er frosinn. Ímyndið ykkur að e-r krakkinn spyr hvar langafi sinn er og foreldrarnir eru að útskýra það fyrir honum .”Jah.. sko afi þinn er ekki dáinn hann er bara frosinn og þú átt kannski eftir að hitta hann”. Hversu sjúkt getur þetta orðið??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home