Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Góð ráð til að halda á sér hita

Ef ykkur er kalt í skólanum eða vinnunni er mjög sniðugt að fara í hakkisakk (fljúgandi grjónabolti). Það virkar svo sannarlega nema manni er fljótt að kólna ef boltinn festist í loftræstingarkerfinu, en það ætti ekki að gerast oft. En ef það gerist þarf að kalla á húsverði eða aðra starfsmenn til að fá aðstoð við að losa boltann sem gæti tekið e-n tíma. Þá er bara um að gera að halda á sér hita á meðan með e-m öðrum hætti.
Einnig virkar alltaf að fara í heitt bað eða heita sturtu. Ég mæli með að fólk hafi með sér popp í baðið (hafa það samt í skál) manni hitnar við að borða sérstaklega ef maður borðar hratt.
Svo er málið náttúrulega að klæða sig vel þá ætti manni ekki að verða kalt. En það hefur samt sína galla, t.d. hefur maður ekki eins mikinn rétt á að fara í hakkisakk ef manni er ekki kalt.

Svo vil ég fagna því að kommentkerfið mitt er loksins komið í lag!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home