Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, janúar 26, 2004

Ef þetta var ekki rólegasta helgi sem ég hef upplifað þá veit ég ekki hvað. Man samt ekki alveg hvað ég gerði á föstudagskvöldinu, minnir að ég hafi farið snemma að sofa jafnvel horft á e-a mynd í TV-inu. En laugardagskvöldið toppaði allt, ég hugsa að ég hafi sett met í því að fara að snemma að sofa miðað við aldur og fyrri störf. Klukkan var 21.30 þegar ég fór að sofa og vaknaði kl.7.30 á sun og vakti til 8.30 en fór þá að sofa aftur og svaf til 11. Eygló Björk og Katla María frænkur mínar voru í pössun og Eygló vildi sofa inni hjá mér en vildi ekki fara að sofa fyrr en ég færi upp í rúm. Þannig að ég las fyrir skvísuna og sofnaði eftir það. Ég verð nú að segja að þetta var ansi ljúft en ég er ekki viss um að ég sé tilbúin til að hafa þetta svona hverja helgi. Sunnudagskvöldið var lílegra en bæði föstudags- og laugardagskvöldið. Þá mættu ég, Kata og Harpa heim til Birnu vinkonu og fórum að spila Party&co. Auðvita unnum við Harpa og apinn sem ég teiknaði var flottur þó svo að enginn gat séð hvað þetta var!!! Síðan leigðum við 70 mínútur sem er bara snilldin ein. Og hann ver.. pungur pungur pungur og stekkur... pungur. Mæli með því að horfa á þá félaga bara gaman að þeim.

Það er betra að ná í mig í gamla nr. en ekki vera smeik við að reyna hitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home