Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, júlí 07, 2007

Silfur

Í dag var landsmótið í strandblaki þar sem við Lilja kepptum saman þar sem Birna komst ekki. Ég bjóst nú ekki við miklu af mér þar sem ég hafði litla trú á því að ég væri í e-u formi. Fyrsti leikurinn var lélegur hjá okkur og ég var alveg búin á því eftir leikinn. Við hvíldum svo einn leik og spiluðum svo tvo leiki í röð þar sem ég náði að spila mig í smá form. Þannig að eftir að hafa unnið tvo leiki, fengið einn gefins og tapað einum náðum við öðru sæti og vorum mjög kátar með það.
Sunna var alveg frábær á meðan ég keppti, passaði sig að sofa allan tíman svo ég gæti klárað mótið, hún er svo yndisleg. Síðan vaknaði hún 10 mín eftir síðasta leikinn, hún veit sko hvað hún er að gera ; )
Ætli morgundagurinn fari svo ekki í það að liggja rúmföst vegna strengja.... spennandi......

mánudagur, júlí 02, 2007

Sól og sandur

Þvílík blíða sem er búin að vera síðustu daga. Alveg æðislegt að fara út að labba með Sunnu Rós í vagninum, kíkja á túristana og fyllibitturnar niður í bæ og hlamma sér í grasið á Austurvelli. Líka frábært að Grjóni hafi ákveðið að taka sér frí í sumar til að njóta þess að eiga svona yndislega stelpu, þannig að við höfum nóg að gera sem foreldrar og okkur leiðist aldrei.

Um næstu helgi erum við Birna að fara að keppa á landsmótinu í strandblaki. Það verður spennandi að sjá hvernig það mun ganga þar sem ég hef ekki hreyft mig í 9 mánuði. Vona bara að gamli góði ungmennafélagsandinn verði til staðar þó að formið vanti.