Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, júlí 07, 2007

Silfur

Í dag var landsmótið í strandblaki þar sem við Lilja kepptum saman þar sem Birna komst ekki. Ég bjóst nú ekki við miklu af mér þar sem ég hafði litla trú á því að ég væri í e-u formi. Fyrsti leikurinn var lélegur hjá okkur og ég var alveg búin á því eftir leikinn. Við hvíldum svo einn leik og spiluðum svo tvo leiki í röð þar sem ég náði að spila mig í smá form. Þannig að eftir að hafa unnið tvo leiki, fengið einn gefins og tapað einum náðum við öðru sæti og vorum mjög kátar með það.
Sunna var alveg frábær á meðan ég keppti, passaði sig að sofa allan tíman svo ég gæti klárað mótið, hún er svo yndisleg. Síðan vaknaði hún 10 mín eftir síðasta leikinn, hún veit sko hvað hún er að gera ; )
Ætli morgundagurinn fari svo ekki í það að liggja rúmföst vegna strengja.... spennandi......

5 Comments:

  • At 09 júlí, 2007 11:20, Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með árangurinn gella:)

     
  • At 09 júlí, 2007 14:58, Anonymous Nafnlaus said…

    Hvernig ertu?? vonandi ekki með mikla strengi;)

     
  • At 09 júlí, 2007 17:27, Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir það Harpa.
    Ég hef það þokkalegt Björg, strengirnir fara minnkandi, var frekar slæm í gær.

     
  • At 10 júlí, 2007 13:13, Blogger katalitla said…

    Úllala... til hamingjum eð silfrið :-)
    Sunna greinilega algjört draumabarn...

     
  • At 12 júlí, 2007 09:06, Anonymous Nafnlaus said…


    takk fyrir síðast, mig langar ógila að fá eina mynd af okkur með silfrið ef þú myndir nenni að senda mér á liljac@centrum.is

    Þetta var fjör og ég var ansi stíf daginn eftir í fyrsta leiknum klukkan 9 en ég var orðin góð kl 10 í úrslitaleiknum.

    kv Lilja

     

Skrifa ummæli

<< Home