Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Kata snilli

Vorum að koma úr skoðun og krílið búið að skorða sig eins vel og mögulegt er. Ljósan sagði að það myndi ekki koma sér á óvart þó krílið léti sjá sig um helgina. Þannig að nú er best að fara að setja saman rúmið og taka til í töskuna það sem við þurfum að hafa með á fæðingardeildina.
Blóðþrýstingurinn var 84-120 svo ljósan bað mig um að slaka á, já ég veit alveg minn styrkleiki.... svona næstum því.

Rétt áður en við fórum í skoðun hringir Kata og spyr hvort þau Óli megi ekki kíkja í heimsókn því þau séu með myndavél sem þau keyptu úti með okkur í huga. Nefndi það aðeins við hana áður en hún fór út að okkur vantaði nýja vél og gellan bara keypti eina góða. TAKK Kata þú ert snillingur!!! Maður verður nú að eiga góða vél þegar krílið kemur.

mánudagur, apríl 09, 2007

2 1/2 vika

Skv. áætluðum fæðingardegi styttist óðum í krílið okkar og spenningurinn að magnast. Vorum að panta Fuzzy bunz bleyjur og það eina sem vantar er svalavagn svona þangað til annað kemur í ljós.

Páskarnir voru ansi ljúfir, legið í leti flesta daga og borðað góðan mat. Næstu dagar fara svo áfram í að liggja í leti en kannski ekki borða alveg svona mikið.
Förum í skoðun á miðvikudaginn og ég vona að blóðþrýstingurinn verði góður.

Kíktum í sund og ég rak augun í tvær gellur sem voru meira málaðar en Pamela í Baywach. Ég var að spá í að spyrja þær hvar þær hefðu fengið svona vatnsheldan farða því ég stefni á vera e-n tíma í vatninu í fæðingunni og maður verður nú að líta vel út á myndunum eftir fæðinguna, ekki satt?? ;)