Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Kata snilli

Vorum að koma úr skoðun og krílið búið að skorða sig eins vel og mögulegt er. Ljósan sagði að það myndi ekki koma sér á óvart þó krílið léti sjá sig um helgina. Þannig að nú er best að fara að setja saman rúmið og taka til í töskuna það sem við þurfum að hafa með á fæðingardeildina.
Blóðþrýstingurinn var 84-120 svo ljósan bað mig um að slaka á, já ég veit alveg minn styrkleiki.... svona næstum því.

Rétt áður en við fórum í skoðun hringir Kata og spyr hvort þau Óli megi ekki kíkja í heimsókn því þau séu með myndavél sem þau keyptu úti með okkur í huga. Nefndi það aðeins við hana áður en hún fór út að okkur vantaði nýja vél og gellan bara keypti eina góða. TAKK Kata þú ert snillingur!!! Maður verður nú að eiga góða vél þegar krílið kemur.

6 Comments:

  • At 11 apríl, 2007 11:44, Anonymous Nafnlaus said…

    Ekki til að draga úr spenningnum en þá sagði ljósan það sama við mig um miðjan janúar! Þ.e að ekki kæmi á óvart að krílið kæmi hvað á hverju....gekk samt 8 LANGA daga framyfir!

     
  • At 11 apríl, 2007 11:48, Anonymous Nafnlaus said…

    spennandi:)

     
  • At 12 apríl, 2007 11:16, Anonymous Nafnlaus said…

    Maður þarf að standa undir nafni ;-) gangi þér svo vel á loka sprettinum og hlakka til að sjá myndir!!

     
  • At 13 apríl, 2007 14:16, Anonymous Nafnlaus said…

    Hó, hó, hó... Ég fann þig!!!
    Björg sagði mér að þú værir með blogg og ég leitaði þig uppi á Google ;)
    Hefði viljað knúsa þig góðs gengis áður en þú hættir en maður fær ekki allt...
    Gangi þér sem best og ég skal reyna að muna að tékka á þessu með svalavagninn fyrir þig ;-)
    Knús, Hulda saumakelling...

     
  • At 13 apríl, 2007 15:39, Anonymous Nafnlaus said…

    Takk takk bæði fyrir kveðjur og ráð.

    Ljósan sagði að það gæti auðvita líka verið vikur í þetta en hún bjóst nú ekki við að ég myndi ganga langt fram yfir.

    Hulda: ég er búin að fá svalavagn en takk samt kærlega.

     
  • At 15 apríl, 2007 12:18, Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi þér vel mín kæra, ég saknaði þess að sjá þig ekki þegar ég kom til baka úr sæluferðinni, en skildi nú samt þörfina á að fara að hvíla sig.
    Kveðja Kolla

     

Skrifa ummæli

<< Home