Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, apríl 09, 2007

2 1/2 vika

Skv. áætluðum fæðingardegi styttist óðum í krílið okkar og spenningurinn að magnast. Vorum að panta Fuzzy bunz bleyjur og það eina sem vantar er svalavagn svona þangað til annað kemur í ljós.

Páskarnir voru ansi ljúfir, legið í leti flesta daga og borðað góðan mat. Næstu dagar fara svo áfram í að liggja í leti en kannski ekki borða alveg svona mikið.
Förum í skoðun á miðvikudaginn og ég vona að blóðþrýstingurinn verði góður.

Kíktum í sund og ég rak augun í tvær gellur sem voru meira málaðar en Pamela í Baywach. Ég var að spá í að spyrja þær hvar þær hefðu fengið svona vatnsheldan farða því ég stefni á vera e-n tíma í vatninu í fæðingunni og maður verður nú að líta vel út á myndunum eftir fæðinguna, ekki satt?? ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home