Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, desember 01, 2006

Hjartsláttur og laufabrauð

Fórum til ljósu í gær þar sem hjartslátturinn hjá krílinu okkar heyrðist flott. Það vex og dafnar vel allavega miðað við mælingar á bumbunni. Förum svo í sónar á föstudaginn þar sem við getum séð kynið. Ætlum samt ekki að opna pakkann fyrr en á aðfangardag með hinum jólapökkunum. Svo er bara spurning hvað við gefum upp ;)

Er að fara á tónleika í kvöld í Hveró þar sem Bubbi og e-r karlakór koma fram. Svo er laufabrauð og á morgun. Er svo búin að baka 3 tegundir af smákökum í viðbót og aðeins farin að skreyta. Bara skemmtilegur tími framundan.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Bakardrengurinn hvað?

Ég er búin að vera þvílíkt dugleg að baka í dag, er búin með tvær tegundir af smákökum og fer í þá þriðju eftir matinn. Reyndar eru þessar kökur ekki fyrir mig heldur unglingaheimilið en aldrei að vita nema ég taki nokkrar með heim ;) Þannig að mín er bara í stuði í dag en spurning hvort ég verði þá alveg búin á því á morgun þar sem það er vinna 8-16 og skóli 16-18. Allir mánudagar fram að jólum eru svona langir en skemmtilegir.