Bakardrengurinn hvað?
Ég er búin að vera þvílíkt dugleg að baka í dag, er búin með tvær tegundir af smákökum og fer í þá þriðju eftir matinn. Reyndar eru þessar kökur ekki fyrir mig heldur unglingaheimilið en aldrei að vita nema ég taki nokkrar með heim ;) Þannig að mín er bara í stuði í dag en spurning hvort ég verði þá alveg búin á því á morgun þar sem það er vinna 8-16 og skóli 16-18. Allir mánudagar fram að jólum eru svona langir en skemmtilegir.
4 Comments:
At 27 nóvember, 2006 14:44,
Nafnlaus said…
Hva...bara blogg tvo daga í röð....;)
At 27 nóvember, 2006 15:04,
Nafnlaus said…
Já já mín alveg ótrúlega öflug. Það verður kannski ekkert meira bloggað fyrr en í fyrsta lagi í lok vikunnar ;)
At 29 nóvember, 2006 14:48,
Nafnlaus said…
Hæ hæ! Rakst á síðuna þína í gegnum síðuna hennar Birnu og vildi óska þér til hamingju með bumbulinginn ;) Vona að þú hafir það sem best og haltu áfram að vera dugleg að baka ;)
Kveðja frá Ak-city, Gúa og gaurarnir!
At 30 nóvember, 2006 09:08,
Nafnlaus said…
Hey.. ef að þig langar í laufabrauðsgerð þá held ég að ég og mamma og Pála séum að fara að gera laufabrauð um helgina.. skelltu þér með í laufabrauðspartýið!!!
Skrifa ummæli
<< Home