Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, ágúst 19, 2006

Menningarnótt

Það verður sennilega stuð í dag og kvöld þar sem það er nóg um að vera. Við ætlum að drífa okkur í Heklu og fá bílinn okkar þveginn og vinna eitt stk. hjól upp á 140.000 kall. Síðan er planið að fá e-ð lið í heinsókn, Kata var búin að redda þessu hvíta sem er ávísun á gott kvöld. Maður verður að gerast svolítið menningarlegur og drífa sig í miðbæinn. Ég ætla reyndar að vera róleg, sem ég er yfirleitt alltaf sérstaklega eftir að mamma frænda míns varaði kærustuna hans við mér. Mamman sagði að ég væri villt en vildi svo ekki viðurkenna það þegar ég spurði hana út í þetta þá þóttist hún hafa sagt að ég væri hress.

Í fyrramálið er svo Íslandsmótið í strandblaki. Hverjum datt í hug að hafa mót á sunnudegi??

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Tími á smá blogg?

Bloggið mitt er búið að vera í lengra sumarfríi en ég. En ég hafði það alveg helv.... gott í fríinu. Við hjónaleysin fórum norður pg austur þar sem ýmislegt var brallað. Kíktum á sjóinn og veiddum fullt af fiski, ýsu, þorski og silung. Kíktum út á lífið, á tvenna tónleika með Sigur Rós sem voru bara geggjaðir. Höfðum það gott í sumarbústað, kíktum á söfn og gerðum líka ekki neitt.
Um næstu helgi er svo menningarnótt og úrslitin í strandblakinu. Ætla að drífa mig út í sundlaug og sleikja sólina meðan hún lætur sjá sig.

Annars er bara ekkert í fréttum og ekkert skemmtilegt slúður í gangi þannig að kannski ég haldi bara áfram að vera löt að blogga.