Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, ágúst 19, 2006

Menningarnótt

Það verður sennilega stuð í dag og kvöld þar sem það er nóg um að vera. Við ætlum að drífa okkur í Heklu og fá bílinn okkar þveginn og vinna eitt stk. hjól upp á 140.000 kall. Síðan er planið að fá e-ð lið í heinsókn, Kata var búin að redda þessu hvíta sem er ávísun á gott kvöld. Maður verður að gerast svolítið menningarlegur og drífa sig í miðbæinn. Ég ætla reyndar að vera róleg, sem ég er yfirleitt alltaf sérstaklega eftir að mamma frænda míns varaði kærustuna hans við mér. Mamman sagði að ég væri villt en vildi svo ekki viðurkenna það þegar ég spurði hana út í þetta þá þóttist hún hafa sagt að ég væri hress.

Í fyrramálið er svo Íslandsmótið í strandblaki. Hverjum datt í hug að hafa mót á sunnudegi??

3 Comments:

  • At 21 ágúst, 2006 08:44, Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir rosa skemmtilegt kvöld.... hlakka til að kíkja aftur í heimsókn og þá verða sko fleiri en litla fyllibyttan að fá sér í glas ;-)

     
  • At 21 ágúst, 2006 13:17, Anonymous Nafnlaus said…

    Hehehe.....já ekki spurning þú verður bara að koma þegar ég er ekki að keppa eða ekki að fara í skólann.
    Takk sömuleiðis þetta var bara frábært.

     
  • At 21 ágúst, 2006 17:13, Anonymous Nafnlaus said…

    Hvernig gekk svo Íslandsmótið?

     

Skrifa ummæli

<< Home