Tími á smá blogg?
Bloggið mitt er búið að vera í lengra sumarfríi en ég. En ég hafði það alveg helv.... gott í fríinu. Við hjónaleysin fórum norður pg austur þar sem ýmislegt var brallað. Kíktum á sjóinn og veiddum fullt af fiski, ýsu, þorski og silung. Kíktum út á lífið, á tvenna tónleika með Sigur Rós sem voru bara geggjaðir. Höfðum það gott í sumarbústað, kíktum á söfn og gerðum líka ekki neitt.
Annars er bara ekkert í fréttum og ekkert skemmtilegt slúður í gangi þannig að kannski ég haldi bara áfram að vera löt að blogga.
Um næstu helgi er svo menningarnótt og úrslitin í strandblakinu. Ætla að drífa mig út í sundlaug og sleikja sólina meðan hún lætur sjá sig.
Annars er bara ekkert í fréttum og ekkert skemmtilegt slúður í gangi þannig að kannski ég haldi bara áfram að vera löt að blogga.
1 Comments:
At 17 ágúst, 2006 15:16,
Nafnlaus said…
Ekkert rugl Karen mín.... ég verð að hafa eitthvað að lesa í vinnunni.
Hef samband við ykkur um helgina þar sem ég mun leggja leið mína suður... kannski maður kíki á kjelluna í blakinu, sjáum til sjáum til!!
Skrifa ummæli
<< Home