Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, júlí 07, 2006

Hrísey

Er Hrísey ekki málið helgina 21.-23. júlí? Ég fer allavega í sumarfrí 21. júlí kl. 16 og við erum að hugsa um að bruna norður og vera jafnvel fram yfir versló. Á reyndar eftir að heyra í mömmu og pabba hvort þau vilji ekki hýsa okkur þessar 2 vikur en hvað gera þau ekki fyrir einkadóttur sína!?

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Skóli í haust

Ég er búin að ákveða það að drífa mig í skóla í haust með vinnunni. Ætla að læra hugræna atferlismeðferð. Þetta er eins árs nám og byrjar í september og er búið í maí. Fékk styrk frá LSH fyrir náminu þannig að ég gat ekki látið þetta fram hjá mér fara. Björg bekkjarsystir og vinnufélagi ætlar líka að fara. Við erum alveg ógeðslega spenntar þar sem við erum búnar að hafa mikið fyrir umsóknunum bæði í skólann og fyrir styrknum og fengum bæði :)

mánudagur, júlí 03, 2006

Sjálfræðissvipt

Þvílík snilld sem laugardagskvöldið var. Það var smá teiti í melnum þar sem var fámennt en góðmennt. Við Kata skelltum í okkur nokkrum köldum og fengum Lóu svo til að skutla okkur niður í bæ. Byrjuðum á Hressó þar sem við hermdum eftir öðru fólki dansa með miklum tilþrifum. Þegar við vorum búnar að fá nóg af því drifum við okkur á Celting með stuttu stoppi á Kofanum. Á Celtic rifumst við heilmikið við þroskaþjálfa sem hélt því ekki fram að Kata væri þroskaheft en ég held að eftir nokkrar mínútur hafi okkur tekist að sannfæra hana um annað. Síðan voru þarna 4 gaurar hver æstari í Kötu sem voru farnir að taka númer til að komast með henni/okkur heim. Ég varð auðvita að fara með þeim heim þar sem Kata var sjálfræðissvipt og bæði í liðveislu og fylgd með mér. Þeir tóku ekki illa í það þangað til einum fannst þetta farið að verða heldur ýkt. Þegar við vorum þreyttar á þessum gaurum og þroskaþjálfinn hættur að nenna rífast við okkur ákváðum við að kíkja aftur á Hressó. Síðan var lagt í hann heim, hélt ég ætti heima mjög stutt frá bænum en ef maður fer lengstu mögulegu leiðina þá er það ekki svo stutt. Þetta var bara snilldin ein!!