Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, mars 14, 2006

Hönnun og saumamennska

Styttist óðum í BLÍ árshátíðina þar sem þemað er bleikt og blátt sem þýðir að strákar eiga að vera í e-u bleiku og stelpur í e-u bláu. Ég fór í Kolaportið á sunnudaginn og keypti ansi flottan bláan bol og ætla að malla e-ð spennandi og vonandi flott úr. Bolurinn var reyndar ekkert spes en efnið sem hann er úr er bara snilld. Hef nú alveg saumað mér buxur og pils og ætti því alveg að geta búið til eitt stikki bol, ekki satt?

sunnudagur, mars 12, 2006

Tap

Ja hérna hér.... Við töpuðum auðveldlega á móti Þrótti RVK í gær í undanúrslitunum í bikarnum. Við hreinlega færðum þeim sigurinn á silfurfati. Annað hvort gáfum við allt í leikinn eða ekki neitt. Fyrstu tvær hrinurnar voru skemmtilegar og spennandi en síðustu tvær hörmung. Við tókum ekkert á móti og fengum því engin sóknartækifæri. Bömmer......

Ég er að fara að drífa mig í Kolaportið finna flott outfit fyrir árshátíðina ; ) Síðan er stefnan tekin í kaffi til Kittý og Lalla þar sem drengurinn er að fara að halda upp á afmælið sitt. Kittý er víst búin að vera dugleg að baka svo ég er orðin ansi spennt.

Það er búið að panta flugið út til Englands, við förum út 13. apríl og heim aftur 16. Eygló er ekki spurning um að við mælum okkur mót úti ef það er e-r möguleiki? Ég skal láta þig vita hvar við verðum þegar ég veit e-ð meira um ferðina.