Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, desember 23, 2005

Jólafrí

Jæja þá fer maður alveg að fara að komast í jólafrí. Bara klukkutími í það. Þá fer ég heim, tek töskurnar og dríf mig á völlinn til að ná vélinni norður. Vá hvað það verður ljúft að komast í frí og heim á hótel mömmu og pabba. Þegar ég kem norður fer ég beint í jólanammi innkaup og svo í skötuveilsu til bróður pabba. Ætla að reyna að tala Konna til, það þýðir ekkert að þykjast ætla að hætta að drekka nema rökin séu þeim mun betri. En þar sem hann er kall getur hann ekki verið óléttur og því ekki ástæða til að hætta að drekka!!

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!!!

mánudagur, desember 19, 2005

Klikk

Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég á klikkaða vinkonu. Kata hringdi í mig alveg á perunni á laugardagsnóttina þegar hún var á Sálarballi úr símanum hans Konna frænda. Svo heyrðist í Konna hlátur og e-ð nöldur. Ég er ekki alveg að fatta tilganginn með þessu símtali hjá þeim. Kata á það nú til að tala hátt, hratt og mikið þegar hún er edrú EN þegar hún er drukkin þá talar hún hátt, hratt og mikið. Ég er ekki viss um að hún hafi heyrt þegar ég reyndi að svara spurningunum hennar þar sem hún talaði non-stop. Litla músin..... hún er snillingur. Svo er hún alltaf að reyna að segja að hún sé ekkert klikkuð nema hún sé með mér. Þarna var ég nú ekki með henni en hún hljómaði ansi klikkuð. Spurning um að minnka þetta hvíta Kata ;)