Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, október 28, 2005

Komin helgi enn og aftur

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram, strax komin helgi aftur.
Skítaveður búið að vera í allan dag sem er nú bara kósý þar sem ég ætla að vera heima í kvöld, liggja upp í sófa, með teppi og glápa á TV. Erum að vinna um helgina svo það verða bara rólegheit. Enda gott að slappa aðeins af eftir trillta síðustu helgi ;)
Um næstu helgi erum við svo að fara austur að keppa við Nesó. E-ar þurfa að vera eftir þar sem það er ekki flug fyrir alla til baka á laugardeginum, ekki ætla ég að vera ein af þeim.
Annars er bara ekkert títt. En mig langar samt alveg geggjað að fara til útlanda í smá versunarferð. USA hljómar mjög spennandi.....

mánudagur, október 24, 2005

Áfram konur!

Auðvita dreif maður sig í göngu í dag en ég gat ekki rifið mig neitt mikið þar sem ég vaknaði raddlaus í gærmorgun og aftur í morgun. Á laugardeginum tókum við Þróttarana svona hér um bil í þurrt rassgatið, reyndar voru þær næstum búnar að taka aðra hrinu en annars var þetta aldrei í hættu ; ) Um kvöldið var svo HK-partý og mín ætlaði ekkert að fá sér neitt að drekka en tók samt með sér eina hvíta just in case. Auðvita rann hún ljúft niður og svo klikkaði Tópasið ekki. Við kíktum svo í partý til Hauks og Kristínar, svona hálfgert iðjupartý allavega vorum við 4 iðjuþjálfar á svæðinu. Síðan var ferðinni haldið í bæinn þar sem mikið fjör var á okkur öllum og ég hef ekki hugmynd hvað klukkan var þegar ég kom heim stuðið var svo mikið. Keyrði svo Fjólu í Leifstöð upp úr hádegi og Lubba kom með mér. Kíktum svo í Keflavík í burger og í kaffi í Kópavoginn.