Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, október 24, 2005

Áfram konur!

Auðvita dreif maður sig í göngu í dag en ég gat ekki rifið mig neitt mikið þar sem ég vaknaði raddlaus í gærmorgun og aftur í morgun. Á laugardeginum tókum við Þróttarana svona hér um bil í þurrt rassgatið, reyndar voru þær næstum búnar að taka aðra hrinu en annars var þetta aldrei í hættu ; ) Um kvöldið var svo HK-partý og mín ætlaði ekkert að fá sér neitt að drekka en tók samt með sér eina hvíta just in case. Auðvita rann hún ljúft niður og svo klikkaði Tópasið ekki. Við kíktum svo í partý til Hauks og Kristínar, svona hálfgert iðjupartý allavega vorum við 4 iðjuþjálfar á svæðinu. Síðan var ferðinni haldið í bæinn þar sem mikið fjör var á okkur öllum og ég hef ekki hugmynd hvað klukkan var þegar ég kom heim stuðið var svo mikið. Keyrði svo Fjólu í Leifstöð upp úr hádegi og Lubba kom með mér. Kíktum svo í Keflavík í burger og í kaffi í Kópavoginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home