Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Klikkuð þessi....

Ég held að fólk haldi að ég sé e-ð skrítin. Við Óli, sem er með mér í verkefninu, fórum að versla inn fyrir verkefnið. Við komum við í ýmsum búðum, þ.á.m. í dótabúðum, föndurbúðum og verkfærabúðum. Í dag spurði ég einn starfsmanninn hvort hann ætti plastlím og sagði við Óla í leiðinni þú veist til þess að líma sjóinn. Starfsmaðurinn gat ekki leynt furðusvipnum og horfði á mig eins og það vantaði e-ð í mig. Svo mætti ég með gervigras á einn staðinn og spurði hvort þeir ættu til stálbursta til að greiða grasinu. Í einni dótabúðinni spurði ég hvort þau ættu efni til að búa til sjó og starfsstúlkan horfði bara á mig, hrukkaði ennið og þagði svo bara. Skil ekki alveg viðbrögðin hjá starfsfólkinu. Er e-ð furðulegt við þetta??? Um leið og ég segi fólkinu að við séum að gera verkefni fyrir blinda og sjónskerta þykjast allir skilja mann. Þannig að ef þið þurfið að biðja um e-ð og starfsfólkið heldur að þið séuð fífl prófið þá að segja að þið séuð séuð að gera verkefni.

Annars er ég að fara norður á morgun á landsliðsæfingar fyrir Nígeríu og það kemur svo í ljós eftir helgina hvort maður kemst í liðið. Eins gott að maður standi sig, ekki á hverjum degi sem maður fer til Afríku.

sunnudagur, júlí 31, 2005

Versló

Þetta er nú búin að vera sérdeilis róleg helgi. Við byrjuðum versló á að fara í bíó á fimmtudagskvöldið á The longest yard. Það var alveg hægt að hlægja aðeins af henni. Föstudagskvöldinu eyddum við fyrir framan TV. Í gær kíktum við í Galtalæk og svo fórum við á árshátið Hests þar sem Grjóni fór með hlutverk Árna Johnsen. Það var bara snilldin ein og eftir að hann hafði slegið ærlega í geng brunuðum við í borgina. Dagurinn í dag verður rólegheit ein. Við erum að fara í 4 bíó! Ég held að ég hafi ekki farið í 4 bíó síðan í gamla daga þegar það var frítt, reyndar var það 3 bíó í þá daga. Ætli við verðum svo ekki bara í rólegheitum í kvöld fyrir framan TV. Ótrúlega ljúft að gera ekki neitt um versló, vitandi um fólk dauðadrukkið sem vaknar upp í þynnku daginn eftir og jafnvel daginn eftir það. Engin þynnka á þessum bæ : )

Ég er búin að henda inn fullt af myndum!!