Versló
Þetta er nú búin að vera sérdeilis róleg helgi. Við byrjuðum versló á að fara í bíó á fimmtudagskvöldið á The longest yard. Það var alveg hægt að hlægja aðeins af henni. Föstudagskvöldinu eyddum við fyrir framan TV. Í gær kíktum við í Galtalæk og svo fórum við á árshátið Hests þar sem Grjóni fór með hlutverk Árna Johnsen. Það var bara snilldin ein og eftir að hann hafði slegið ærlega í geng brunuðum við í borgina. Dagurinn í dag verður rólegheit ein. Við erum að fara í 4 bíó! Ég held að ég hafi ekki farið í 4 bíó síðan í gamla daga þegar það var frítt, reyndar var það 3 bíó í þá daga. Ætli við verðum svo ekki bara í rólegheitum í kvöld fyrir framan TV. Ótrúlega ljúft að gera ekki neitt um versló, vitandi um fólk dauðadrukkið sem vaknar upp í þynnku daginn eftir og jafnvel daginn eftir það. Engin þynnka á þessum bæ : )
Ég er búin að henda inn fullt af myndum!!
Ég er búin að henda inn fullt af myndum!!
1 Comments:
At 31 júlí, 2005 23:50,
Nafnlaus said…
Engin þynnka hjá mér heldur og bara farið frekar snemma í háttinn.....svona miðað við að nú er aðal djammhelgin!
Skrifa ummæli
<< Home