Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, mars 16, 2005

Fokk

Draumurinn um íslandsmeistaratitilinn varð ekki að veruleika í þetta skiptið en hver veit hvað verður á næsta ári. Við áttum góðan leik í gær og vorum tilbúnar í slaginn en þróttur var einfaldlega bara betri. Bikarinn er svo eftir sem vonandi verður okkar.

Annað kvöld er kokteilboð fyrir okkur á 4. ári í heilbrigðisdeild hjá einum af betri bönkum landsins. Við erum að hugsa um að fjölmenna því ekki oft sem við fáum kokteilboð, það er svona meira fyrir viðksiptadeildina.

Á föstudaginn er ég að stefna að því að drífa mig í borgina. Veit e-r um e-n sem er að fara suður um helgina? Mig vantar nefnilega far...

Á laugardaginn er svo árshátíðin í blakinu og þar er sko alltaf mikil gleði. Við Laufey erum þær einu úr KA sem ætlum að fara og það verður sko tekið á því eins og blökurum sæmir að gera á hátíð sem þessari.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Leiðrétting

Úpps smá mis.... Ég sagði að næsti leikur væri á fimmtudaginn en það er næsti heimaleikur. Við erum að fara að keppa í kvöld kl. 20.15 í Hagaskóla.
Fer fljúgandi í hádeginu suður og ætla að kíkja á Þjóðminjasafnið því ég er búin að skrá mig í verkefni hjá nsn sem gengur út á það að hanna þreyfiefni fyrir blinda og sjónskerta svo þeir geti upplifað hlutina með því að snerta efnið svona eins og við notum sjónina til þess. Svo er bara spunrning hvort nsn samþykki verkefnið.

sunnudagur, mars 13, 2005

Þá er

fyrsti leikurinn búinn og væntanlega tveir eftir í þessari baráttu okkar og þróttara um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fór illa í dag, töpuðum 3-0 (20-25, 17-25 og 20-25). Ekki gott það en við vorum að spila frekar illa og það vantaði sigurviljan í helminginn af liðinu okkar svo þá er erfitt að vinna. Við klúðruðum ekki nema 7 uppgjöfum í fyrstu hrinunni þannig að það má segja að þetta hafi verið bara gefins. Við áttum nú samt alveg góða takta inn á milli en mistökin voru fleiri. Næsti leikur er á fimmtudaginn þar sem við ætlum að berjast á fullu og ekki tapa gleðinni né kálfinum. Svo er eitt í þessu líka en það er nefnilega þannig að það er skemmtilegra að taka á móti bikar á heimavelli, að ég held, svo nú er bara að duga eða drepast.
En jæja best að halda áfram með lokaverkefnið því það eru skil eftir 12 tíma á fyrstu tveimur köflunum.