Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, mars 13, 2005

Þá er

fyrsti leikurinn búinn og væntanlega tveir eftir í þessari baráttu okkar og þróttara um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fór illa í dag, töpuðum 3-0 (20-25, 17-25 og 20-25). Ekki gott það en við vorum að spila frekar illa og það vantaði sigurviljan í helminginn af liðinu okkar svo þá er erfitt að vinna. Við klúðruðum ekki nema 7 uppgjöfum í fyrstu hrinunni þannig að það má segja að þetta hafi verið bara gefins. Við áttum nú samt alveg góða takta inn á milli en mistökin voru fleiri. Næsti leikur er á fimmtudaginn þar sem við ætlum að berjast á fullu og ekki tapa gleðinni né kálfinum. Svo er eitt í þessu líka en það er nefnilega þannig að það er skemmtilegra að taka á móti bikar á heimavelli, að ég held, svo nú er bara að duga eða drepast.
En jæja best að halda áfram með lokaverkefnið því það eru skil eftir 12 tíma á fyrstu tveimur köflunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home