Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, mars 16, 2005

Fokk

Draumurinn um íslandsmeistaratitilinn varð ekki að veruleika í þetta skiptið en hver veit hvað verður á næsta ári. Við áttum góðan leik í gær og vorum tilbúnar í slaginn en þróttur var einfaldlega bara betri. Bikarinn er svo eftir sem vonandi verður okkar.

Annað kvöld er kokteilboð fyrir okkur á 4. ári í heilbrigðisdeild hjá einum af betri bönkum landsins. Við erum að hugsa um að fjölmenna því ekki oft sem við fáum kokteilboð, það er svona meira fyrir viðksiptadeildina.

Á föstudaginn er ég að stefna að því að drífa mig í borgina. Veit e-r um e-n sem er að fara suður um helgina? Mig vantar nefnilega far...

Á laugardaginn er svo árshátíðin í blakinu og þar er sko alltaf mikil gleði. Við Laufey erum þær einu úr KA sem ætlum að fara og það verður sko tekið á því eins og blökurum sæmir að gera á hátíð sem þessari.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home