Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, nóvember 26, 2004

Ofát

Fór inn á oa.is um daginn og tók sjálfspróf. Viti menn ég hef beina tilhneigingu til ofáts og á jafnel nú þegar við alvarlegt ofát að stríða. Það er engin niðurlæging af því falin að játa að maður eigi við heilbrigðisvandamál að etja og ég er velkomin á fund hjá OA. Spurning um að drífa sig í jólafríinu, kannski verður kaffi og með því í boði.

Spennandi leikir um helgina við Þrótt-Rvk í kvöld kl. 20 í KA og á morgun kl. 16.30 líka í KA.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Einn djókur

Hrólfur og Erla voru vistmenn á geðsjúkrahúsi. Dag einn, er þau voru á gangi við sundlaugina kastaði Hrólfur sér útí og sökk tilbotns. Erla stakk sér útí laugina og bjargaði Hrólfi frá drukknun.
Þegar yfirlæknirinn frétti af björgunarafreki Erlu ákvað hann aðútskrifa hana af sjúkrahúsinu, þar sem hún væri greinilega búin að ná snerpu og andlegu jafnvægi á ný.
Daginn eftir fór hann til fundar við Erlu til að boða henni fréttirnar og sagði þá; >= Erla mín, ég hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér! Góða fréttin er að ég ætla að útskrifa þig af spítalanum þar sem þú hefur sýnt merki um bata, sem sýnir sig í því að þú bjargaðir honum Hrólfi frá drukknun. Slæma fréttin er hins vegar sú að hann Hrólfur er dáinn.
Karlgreyið hengdi sig í beltinu sínu í gærkvöldi eftir að þú hafðir bjargað honum.?
Þá sagði Erla; Hrólfur hengdi sig ekki. Ég festi hann upp til þerrisí gærkvöldi. En hvenær má ég fara heim sagðirðu?

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Lítill svefn og mikið að gera

Var frá kl. 9.30 til 03 í skólanum í gær að læra. Fór reyndar á æfingu um kvöldið í góðri von um að hressast aðeins en ég var svo drulluléleg að ég hefði næstum því bara átt að vera heima. Var svo mætt í skólan í morgun kl. 8 eftir tæpa 5 tíma svefn sem er lítið fyrir manneskju eins og mig sem er enn að stækka. Reyndar var þetta góður dagur í morgun, við vorum að kynna verkefnin okkar og vorum með litlujól með öllu tilheyrandi. Eftir það fórum við svo á kynningu um Mexicoferðina og svo út að borða. Mikið át í dag svo ég ætla að drífa mig að fara heim og leggja mig svo ég geti e-ð á æfingu í kvöld.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Rólegheit dauðans

en samt nóg að gera.
Var að dæma á Haustmóti KA á föstudagskvöldið og ótrúlegt hvað sumt fólk getur breyst úr því að vera hressir og uppbyggjandi leikmenn í það að verða fúlir og niðurrífandi. Ég var að dæma hjá köllunum og átti varla til orð yfir suma kallana. Einn var alveg þrælgóður í að rífa sig við samherja og bað þá endalaust um að drulla helvítis boltanum yfir netið, uppbyggjandi... ha? Fullorðnir menn að láta svona!
Í gær var svo nammiát ársins. Borða nefnilega bara nammi á laugardögum og borða þá alveg fyrir 3 vikur. Fór í Hagkaup á nammibarinn sem er allsvakalegur og verslaði hálfan poka sem ég svo torgaði á nokkrum klst.
Svo er ég bara búin að vera að læra alla helgina.