Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Rólegheit dauðans

en samt nóg að gera.
Var að dæma á Haustmóti KA á föstudagskvöldið og ótrúlegt hvað sumt fólk getur breyst úr því að vera hressir og uppbyggjandi leikmenn í það að verða fúlir og niðurrífandi. Ég var að dæma hjá köllunum og átti varla til orð yfir suma kallana. Einn var alveg þrælgóður í að rífa sig við samherja og bað þá endalaust um að drulla helvítis boltanum yfir netið, uppbyggjandi... ha? Fullorðnir menn að láta svona!
Í gær var svo nammiát ársins. Borða nefnilega bara nammi á laugardögum og borða þá alveg fyrir 3 vikur. Fór í Hagkaup á nammibarinn sem er allsvakalegur og verslaði hálfan poka sem ég svo torgaði á nokkrum klst.
Svo er ég bara búin að vera að læra alla helgina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home