Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Dúllan mín

Skemmtileg reynsla sem ég upplifði þegar ég sótti um jólavinnu hjá Póstinum í dag. Ég fékk samband við útburðarhverfið mitt og í síman kom mjög djúprödduð kona sem augljóslega hafði reykt allt sitt líf. Sjaldan heyrt aðra eins rödd, var á tímabili ekki viss um hvort kynið hún væri. Þegar ég var búin að fá þær upplýsingar sem mig vantaði og ég búin að gefa henni þær sem hana vantaði sagði hún: Heyrðu dúllan mín ég heyri í þér þegar nær dregur með sinni djúpu og reykmettuðu rödd. Ég er ekki alveg viss um hvort mér finnist þetta krúttlegt eða hvað, átti allavega ekki von á þessu.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ekkert slúður

Á föstudaginn lá leið okkar á Nesó þar sem við áttum að keppa bæði fös og lau. Unnum leikina bara alveg frekar létt (3-0), sérstaklega fyrri leikinn. Á fös-kvöldið eftir leikinn fórum við í teiknispilið og við Harpa vorum 2 á móti 4 og náðum að vinna með miklum yfirburðum. Gat talið mér trú um að ég væri alveg þokkalegur teiknari þrátt fyrir allar sögurnar af kalkúninum fræga á Írlandi. Eða var Harpa bara kannski svona góð að giska!? Brunuðum svo heim á lau eftir leikinn.
Fór í bekkjarpartý um kvöldið og fékk mér alveg 3 bjóra... suss það hefur ekki gerst í alveg frekar langan tíma. Helsta umræðuefnið var kynlíf, hjálpartæki og Mexíkóferðin, ekta stelpupartý, ha? Nennti svo ekki að fara neitt, ekki einu sinni á Sveitta og fór því bara heim að sofa rétt um 2.
Fór í bíó í gær með nokkrum úr bekknum og Fjólu og Hörpu. Við sáum Forgotten sem ég var búin að bíða eftir að sjá í 2 mánuði, þvílík vonbrigði. Ég átti von á sálartrylli en ekki e-i geimverumynd. Myndin byrjaði mjög vel og flott plott en fljótlega eftir hlé var fjörið búið.