Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ekkert slúður

Á föstudaginn lá leið okkar á Nesó þar sem við áttum að keppa bæði fös og lau. Unnum leikina bara alveg frekar létt (3-0), sérstaklega fyrri leikinn. Á fös-kvöldið eftir leikinn fórum við í teiknispilið og við Harpa vorum 2 á móti 4 og náðum að vinna með miklum yfirburðum. Gat talið mér trú um að ég væri alveg þokkalegur teiknari þrátt fyrir allar sögurnar af kalkúninum fræga á Írlandi. Eða var Harpa bara kannski svona góð að giska!? Brunuðum svo heim á lau eftir leikinn.
Fór í bekkjarpartý um kvöldið og fékk mér alveg 3 bjóra... suss það hefur ekki gerst í alveg frekar langan tíma. Helsta umræðuefnið var kynlíf, hjálpartæki og Mexíkóferðin, ekta stelpupartý, ha? Nennti svo ekki að fara neitt, ekki einu sinni á Sveitta og fór því bara heim að sofa rétt um 2.
Fór í bíó í gær með nokkrum úr bekknum og Fjólu og Hörpu. Við sáum Forgotten sem ég var búin að bíða eftir að sjá í 2 mánuði, þvílík vonbrigði. Ég átti von á sálartrylli en ekki e-i geimverumynd. Myndin byrjaði mjög vel og flott plott en fljótlega eftir hlé var fjörið búið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home