Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Dúllan mín

Skemmtileg reynsla sem ég upplifði þegar ég sótti um jólavinnu hjá Póstinum í dag. Ég fékk samband við útburðarhverfið mitt og í síman kom mjög djúprödduð kona sem augljóslega hafði reykt allt sitt líf. Sjaldan heyrt aðra eins rödd, var á tímabili ekki viss um hvort kynið hún væri. Þegar ég var búin að fá þær upplýsingar sem mig vantaði og ég búin að gefa henni þær sem hana vantaði sagði hún: Heyrðu dúllan mín ég heyri í þér þegar nær dregur með sinni djúpu og reykmettuðu rödd. Ég er ekki alveg viss um hvort mér finnist þetta krúttlegt eða hvað, átti allavega ekki von á þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home